30.3.2009 | 01:11
Gamalt og gott, hmmm?
Í grein sem Guðrún Sæmundssdóttir frambjóðandi L-listans skrifaði nú nýverið vill hún stórauka kostnað þjóðarinnar, kosnaður sem gæti farið hér til einhvers annars þá sóunnar sem "plan" hennar er og þá væntanlega einning hennar lista.
Hennar grein ber yfirskriftina: "Nýtum dýrmætt starfsfólk viðskiptageirans"
Leyfi ég mér að vitna í grein þessa.
"Íslenskt banka og viðskiptafólk hefur gengið í gegnum eldskírn sem ekkert viðskiptanám hefði getað undirbúið þau fyrir. Núna erum við komin með afburðamannskap sem eigum að nýta til endurreisnar þjóðfélagsins, á því sviði sem þau eru hæfust í en ekki láta þau vinna við vegagerð. Það er alheimskreppa og ómögulegt að fá peninga. Við erum undir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og enginn stjórnmálaflokkur getur aflétt hans skilmálum. Í staðinn fyrir að vera í einhverri afneitun með það eigum við að leggja spilin á borðið og kanna okkar möguleika."
Ekki held ég að nokkur sála hér á landi sé í afneitun en rétt er það að við verðum að tryggja hér vinnu við hæfi, eins og stofnun nýrra fyrirtækja og endurskipulagningar fjármálageirans með sem minstum afskiptum frá ríkinu. Á meðan getur ríkið einbeitt sér að því hvar það brást í því hlutverki sínu að skapa rétt starfsskilyrði fjármálakerfinu til handa. Aðeins þá getum við stefnt framávið án þess að hvika frá setu marki sem var og er að mér skillst áframhaldandi flutningur á resktri ríkisins til einkaaðila.
Eingin verður óbarin biskup og reynslan getur stundum verið dýkeypt en það þýðir það ekki að við eigum í meginatriðum að hverfa frá stefnu einkavæðingar og hlaupa aftur heim til ríkisins.
"Við eigum enga peninga en fullt af verðmætum til sjávar og sveita og í reynslumiklum mannauð.
Til að geta haldið þjóðfélaginu gangandi þurfum við innflutning, t.d. olíu/bensín. Þarna eigum við að fá reynsluboltana úr bankageiranum til að leita nýrra samninga við olíusalana. Við getum boðið hér vatn í neytendaumbúðum uppí olíu, einnig höfum við fisk og mjólkurafurðir sem nýta má sem greiðslu."
Hvering eiga "snillingar" sem hafa "sett" allt á hausinn getað vaknað upp einn daginn og breyst í þá snillinga sem að þjóðin hélt þá vera bara af því einu að hafa farið í gegnum eldskírn og náð ofur samningum við olíufyrirtæki. Þetta er allt of mikil einföldun á hlutunum. Heimsmarkaðsverð er heimsmarkaðsverð. Og til að taka upp vöruskipti þá þarf tvo til og þar sem þetta kerfi var aflagt fyrir lifandislöngu þá er þessi afkáralega eldgamla og elliæra hugmynd dauð áður en hún komst af teikniborðinu. Þetta væri afurför til gamla og vonda tímans því ekki er vöruskipta kerfið hagkvæmt og það er þungt í vöfum. Það að "skapa" fólki vinnu við þetta er eins og að láta heilan vinnuflokk grafa í holu þegar stórvirk grafa gæti gert það á hálfum degi. Hvað hafa olíufyrirtækin að gera við vatn frá okkur? Er verið að hafa okkur að fíflum hér eða er þetta sagt bara svo að einhver "stefna" sýnst vera upp á borðinu? Eigum við að kaupa svona fíflaskap? Mér er spurn hvort eitthvað annað búi hér að baki.
"Við þurfum að tryggja fólki sem starfar í flugi og siglingum áframhaldandi atvinnu, með því að flytja út vatn til Arablandanna og Kína sköpum við störf við hafnarvinnu og flutninga. Með því að greiða með saltfiski fyrir hótelgistingu í Portúgal og Spáni tryggjum við starfsfólki flugfélaganna og ferðskrifstofa áframhaldandi atvinnu. Innflutning frá Asíu greiðum við fyrir með fiski og hvalkjöti."
Þetta gengur eins og það gengur. Hvering væri að greiða fyrir innflutning á rafmagns bílum eða bílum sem ganga fyrir blöndu af rafmagni og bensíni? Þá myndum við örva innflutning og lækka olíureikning þjóðarinnar í heild og allir græða. Það væri nýsköpun og væri hægt að koma á löpp.
"Við þurfum reynslumikið viðskipta/bankafólk til þess að koma hér á öflugri vöruviðskiptaverslun. Það er leiðin til þess að yfirvinna atvinnuleysi og styrkja gengi krónunnar, sem myndi leiða til lækkunar afborganna á innlendum sem erlendum lánum. Þegar að alheimskreppan er gengin yfir er tímabært að skoða það hvort að við tökum upp erlendan gjaldmiðil sem þjóðin getur búið við til frambúðar."
Þetta kaupi ég ekki eins og áður hefur komið fram.
"Enginn veit núna hvaða gjaldamiðlar munu standa heimskreppuna af sér og þess vegna yrði það mjög áhættusamt af okkur að taka evruna upp núna, sérstaklega þegar litið er til afar slæmra horfa í ríkjum ESB."
Verðbólgan á ESB svæðinu er innan við fimm prósent, það er allt í kaldakoli hér en ekki úti vegna þess hve bankarnir voru stórir sem hlutfalls af þjóðarframleislu eða tíu til tólf sinnun stærri en þjóðarframleðsla okkar Íslendinga á ársgrunvelli.
"Með því að kjósa L-listann í vor leggur þú þitt af mörkum til endurreisnar Íslands"
Líkur sækir líkan heim, lesi hver það útúr því sem hann eða hún vill.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 18.3.2010 kl. 23:56 | Facebook
Um bloggið
Breytingar? Hvaða breytingar?
Af mbl.is
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé
Íþróttir
- Elliði svekktur: Ég brást liðinu
- Arnar: Tók mig 48 ár að horfast í augu við þetta
- Kynntur til sögunnar í París
- Hákon skoraði í toppslagnum í Frakklandi
- Króatar urðu fyrir áfalli
- Fjögur lið komust áfram í kvöld
- Óvænt tap Tindastóls á Ásvöllum
- ÍR nærri stigi gegn Fram
- Það er óskandi að fólk fjölmenni á Hlíðarenda
- Andlát: Denis Law
Athugasemdir
Ég tek undir þetta hjá þér...og vil bæta því við að hafandi lesið blogg Guðrúnar, að hún á akkúrat ekkert erindi í pólitík. fordómafyllri og grunnhyggnari persónu er erfitt að finna. Hroki hennar og hrein og klár mannfyrirlitning, einkenna öll hennar svör við gagnrýni..ef hún ekki einfaldlega lokar á þá sem ekki eru henni sammála....málefnaleg er þessi kona ekki...rökrætt getur hún ekki og sýnir viðmælendum sínum takmarkalausa vanvirðingu.
Haraldur Davíðsson, 30.3.2009 kl. 01:28
Hún er drottnari, ég lenti í henni og hún bara lokar. Hún er rugluð kexkaka, ég held að hún sé að þessu einning til þess að komast í feitt starf inni á þingi. Ég efast um að hún geti lagt saman tvo plús tvo og gerir næstum allt til þess að komast til áhrifa. Eftir mína stúdíu á henni.
En ég er sammála þér, hún á ekkert erindi inná þing og L-listinn ekki heldur eftir því sem ég kemst næst. Það er nú einn maður á listanum og það liggur við að hann hampi Saddam Hussein. Síðan vilja þau eiga samkrull við Kína og ef að sú hugmynd mundi verða uppi ef að hún sé ekki þar nú þegar að flytja vörur út þangað hver heldur þú að flutiningskostnaðurin verði. Vatn til Araba? Eiga þá olíufyrirtækin að sjá um markaðsetninguna? Og vatn er alltaf vatn, það nýtur ekki nógu mikillar sérstöðu sem vara.
Þanning að það eru völdin sem drífa þetta áfram með tilheyrandi útúrsnúningum.
En þú er sá fyrsti til að kommenta á bloggið mitt.
Jóhann Róbert Arnarsson, 30.3.2009 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.